Góðmennið hvæsir

Punktar

Góðmennið Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra, hóf í gær atvinnuofsóknir gegn Þóru Arnórsdóttur að hætti bófaflokks Davíðs Oddssonar. Hún kann að hafa “lokið ferli sínum á sjónvarpi ríkisins” fyrir að hugleiða ósk um framboð til forseta Íslands. Þetta er mjög í fyrri stíl Björns, sem var sérfræðingur í spilltum mannaráðningum, þegar hann var og hét. Má líta á þetta sem hótun um, hvað gerist, þegar hirðin kemst aftur til valda. Ég hélt satt að segja, að Björn væri týndur og grafinn. Lengi lifir í gömlum glæðum. Gamla, spillta Ísland hvæsir eins og það sé enn við völd. Hefur ekkert lært og engu gleymt.