Gaman er að vera ríkur fyrir annarra fé. Kosningaskrifstofur ráðherranna, öðru nafni ráðuneyti, unga út greinargerðum, þar sem lofað er upp í ermina ofurupphæðum í vinsældamál á borð við vegi og göng og háskóla. Pappírarnir munu ekki verða að veruleika. Reynslan sýnir til dæmis, að vegaáætlanir þenjast mest út fyrir kosningar, skreppa saman á sumrin og þenjast svo aftur út fyrir jól. Yfirlýsingar ráðherra um góðsemi sína á kostnað framtíðarinnar eru einskis virði. En kannski eru einhverjir kjósendur alltaf tilbúnir til að trúa.