Góður alþýðustíll

Fjölmiðlun

Mér sýnist ekki á bloggi og fésbók, að íslenzka sé á undanhaldi. Þekki þó ekki athugasemdir við blogg, því að ég les ekki nafnlaus skrif. En bloggið sjálft og umræða á fésbók eru nánast með réttri málfræði og stafsetningu. Meira máli skiptir þó, að setningafræði og stíll á þessum skrifum er líka í góðu lagi. Íslenzkur alþýðustíll er kjarnyrtur eins og hann hefur ævinlega verið. Undinn stíll háskólaritgerða endurspeglast ekki í umræðu almennings á veraldarvefnum, sem betur fer. Góð regla er þó, að lesa ekki blogg, sem fer yfir 200 orð. Þeim, sem lengra skrifa, er hætt við þoku og þvoglu í hugsun.