Með stakri lagni hefur mér tekizt að forðast grillpartí þessa dagana. Mér finnst brunabragð vont og bragð að barbekjú-smurolíu finnst mér enn verra. Sjálfur grilla ég aldrei úti, enda er öruggara að elda innan við glugga. Svo á ég hefðbundinn grillofn. Því þarf ég hvorki útigrill né lungnabólgu. Mín reynsla er, að grillarar framleiði vondan mat fyrir sérhæfðan smekk, samkvæmt formúlunni: “Það er vont, en það venst”. Matur hefur ýmiss konar bragð og hvert bragð er öðru merkara. En matur af útigrilli hefur allur sama bragð af bruna og barbekjú-smurolíu. Góður er grilllaus dagur.