Samkvæmt gamla eyktakerfinu eru náttmál klukkan 21, miðnætti klukkan 24 og rismál klukkan 06. Svefntími var þannig níu stundir frá 21 til 06. Samkvæmt réttum sólargangi samsvarar það tímanum 22:30-07:30, sem er gott. Samt vilja morgunsvæfir þingmenn færa klukkuna aftar til að geta sofið fram á morgnana. Leitaði í Wikipedia að vísindalegum rökum fyrir breytingunni og fann engin. Sumir eru bara latir og vilja láta heiminn snúast um leti sína. Málið er að fara fyrr að sofa. Færa má byrjun skólatíma til klukkan 09. En alþingi hefur ýmislegt þarfara að gera en að breyta klukkunni. Hún er fín eins og hún er.