Góður og uppbyggjandi Össur

Fjölmiðlun

“Hún verður skemmri og hún verður grynnri en Íslendingar halda.” Sagði Össur Skarphéðinsson í Kastljósi í gær um kreppuna. Áður sagði hann skoðun þessa ekki stafa af bjartsýni. Skoðanir hans eru ekki tíu aura virði. En mikils virði væri að heyra rök hans fyrir skoðuninni. Okkar og hans vegna. En Jóhanna Vilhjálmsdóttir spyrill sagði bara: “Það er ofboðslega gott og uppbyggjandi að heyra þessi orð.” Síðan leit hún niður og fór í næstu spurningu á listanum. Ömurleg frammistaða. Fælir mig alveg frá Kastljósi. Enn eitt dæmið um sjónvarpssauð, sem dylst undir feldi fréttaúlfs.