Góður og vondur páfi

Punktar

Páfinn var ákaflega góður maður, lét sér annt um fátæka og barðist gegn tilraunum vestrænna frjálshyggjumanna til að gera þá enn fátækari. Hann var líka ákaflega íhaldssamur maður, hélt fast í kreddur kirkjunnar gegn konum, gegn hjónabandi klerka, gegn getnaðarvörnum, gegn róttækum klerkum. Verst var, að hann lagðist af fullum þunga gegn uppljóstrunum um kynferðislegt ofbeldi kaþólskra klerka gegn börnum. Það mál sprakk framan í andlitið á honum og spillti mjög áliti manna á kaþólsku kirkjunni. Sagan mun segja, að hann hafi verið hvort tveggja í senn, góður og vondur páfi.