Góður pakki um næsta stríð

Punktar

Hin harða gagnrýni Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseta og nýjasta friðarverðlaunahafa Nóbels, á styrjaldarstefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta gagnvart Írak birtist í Washington Post á dögunum. Blaðið hefur tekið saman ýmsar greinar, sem hafa birzt í þar um málið upp á síðkastið, í einn pakka, The Debate About Iraq, flokkaðan eftir viðfangsefnum og sjónarmiðum Þar má sjá skoðanir margra þekktra dálkahöfunda og stjórnmálamanna, mikill fjársjóður fyrir þá, sem vilja setja sig inn í þessa sérstæðu áráttu, sem virðist hafa leyst af hólmi eltingaleikinn við hryðjuverkahópa á vegum Osam bin Laden. Þarna eru m.a. greinar eftir Richard Holbrooke og Robert J. Samuelsson, Robert Kagan og Francis Fukuyama, Charles Krauthammer og Jim Hoagland, Jimmy Carter og George Schultz, Bob Dole og James A. Baker.