Margt Samfylkingarfólk sér umheiminn í notalegu ljósi. Finnst Ísland vera í Skandinavíu, þar sem kerfi þjóna vel og flestir vilja vel. Skilja ekki, að Ísland er ekki Skandinavía, heldur Villta vestrið. Svonefnd umræðustjórnmál ná hér skammt, þegar við niðurrifsöfl er að eiga. Jákvæðir vilja ræða mál, komast að sátt í hverjum hópi, þótt sáttin sé þvert á fyrri sátt. Svo sem um stjórnarskrá. Þar sýna sumir þingmenn Samfylkingar veika lund. Lélegt hald er í góðviðrisfólki, þegar við þurfum að fara í stórhríð milli staða. Þetta fólk er gagnslaust, er sérhagsmunamenn ryðjast fram með frekju og offorsi.