Gög og Gokke hér

Punktar

Í gær sagði ég ykkur frá vandræðum hins hægri sinnaða dálkahöfundar Thomas L. Friedman, sem hefur verið í tíu daga að leita í Evrópu að einhverjum, sem hafi eitthvað gott um George W. Bush að segja. Hann hefur rætt við stjórnmálamenn, embættismenn, fjölmiðlamenn og aðra áhrifamenn. Hann segist í grein í New York Times í morgun ekki hafa fundið einn einasta slíkan, sem ekki hafi óbeit á bandaríska forsetanum. Ég sendi honum tölvupóst í morgun og sagði honum að koma til Íslands, við hefðum Gög og Gokke. Hann skyldi koma og tala við forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands.