Gögnin fjarlægð

Punktar

Björn Bjarnason hermálaráðherra sendi burt gögn um símahleranir á vegum Bjarna Benediktssonar, fyrrum hermálaráðherra. Það var nokkrum dögum áður en hann lét segja gagnaheimtendum, að þau væri ekki í ráðuneytinu. Nú eru þau í Þjóðskjalasafninu og verða væntanlega afhent þar. Þeir feðgar eru tákn paranoju í stjórnmálunum, tilhneigingar til að rugla saman stjórnarandstöðu og landráðum. Við höfum lengi séð í hrokanum í rökum Björns Bjarnasonar, að hann telur andstöðu við sjónarmið sín jaðra við drottinsvik. Hin nýja herlögregla hans er hluti af persónuvanda, óttanum við almenning.