Gögnin hjá Kompási

Punktar

Ef lögreglan telur löglegt að veiða barnaníðinga í gildru, á hún að gera það sjálf og ekki líta svo á, að Kompás eða aðrir borgarar eigi að gera það fyrir sig. Ef hún telur slíka gildru ólöglega, á hún ekki að sækjast eftir upplýsingum, sem þannig eru fengnar. Fréttamenn eru jafnan tregir til að afhenda slíkar upplýsingar. Þeirra hlutverk er að segja sannar sögur, en lögreglan á að sjá um löggæzlu. Að vísu gildir í tilviki barnaníðinganna ekki trúnaður blaðamanns við heimildamenn, því að þeir, sem létu góma sig, flokkast ekki sem heimildamenn. Kompás má því siðferðilega séð afhenda hin umræddu gögn.