Gólftuskur og byrokratar

Punktar

Í ríkiskerfinu eru embættismenn, sem byggja upp góða siði og setja í regluverk, byggt á fyrri reynslu. Oft er þýzka ríkiskerfið nefnt sem dæmi um byrokratíu af því tagi. Svo eru gólftuskur, er þjóna gerræðishneigð ráðherra, þótt það stríði gegn regluverkinu. Oft er ítalska kerfið nefnt sem dæmi um slíka rotnun. Ísland hallast að því ítalska, embættismenn eru gólftuskur, svo sem nýr lögreglustjóri Reykjavíkur og ráðuneytisstjóri innanríkis. Samt eru hér einnig embættismenn í þýzka stílnum, sem láta gerræðishneigða ráðherra ekki valta yfir sig. Dæmi eru ríkissaksóknari, umboðsmaður alþingis, brotthrakinn lögreglustjóri borgarinnar.