Þótt ráðherra sé „yfir“, verður hann að fara eftir lögum og reglum. Núverandi ráðherrar vilja fremur geðþótta, jafnvel í símaskilaboðum. Þótt ráðherra segi „ég ræð“, verða embættismenn að halda í lög og reglur. Því má lögreglustjóri ekki senda trúnaðargögn stíluð á aðstoðarmann ráðherra, aðeins á ráðuneytið, þar sem gögnin fara í skjalaskrá. Því má ráðuneytisstjóri ekki mæla svo fyrir, að rannsókn máls verði slök, svo hlægileg, að ekkert komi í ljós. Embættismenn af því tagi eru ekkert annað en gólftuskur ráðherrans. Hanna Birna hefði ekki getað gengið sinn berserksgang án slíkra gólftuskna í gervi embættismanns.