Pírötum og Vinstri grænum tókst vel að manna framboðslista sína. Smáhvellur var um prófkjör pírata á Norðvesturlandi. Samt er þar flott fólk í framboði efst á öllum listum. Þar hefur líka orðið jafnvægi milli karla og kvenna, þrátt fyrir prófkjör. Vinstri græn hafa náð svipuðum árangri án prófkjörs, þótt enn séu þar óþarfar leifar af gamla genginu. Samfylkingin teflir nánast eingöngu fram gamla genginu, nema hvað tvær konur falla út, Valgerður Bjarnadóttir og Ólína Kjerúlf Þorvarðaróttir. Missir er að þeim báðum. Verst er staða Sjálfstæðisflokksins, þar sem lítilsigldir karlar hanga inni, en þrjár misgóðar konur detta út. Sama gamla gengið.