Gömul næturlífskönnun

Punktar

Á hausti er vitrænna að flagga niðurstöðum skoðanakönnunar sumarsins fremur en vetrarins þar á undan. Ferðamáladeild Reykjavíkur flaggar núna útkomu könnunar frá því í vetur. Það eru hægfara vinnubrögð. Þá var líka kaldara og fólk minna úti á götum á nóttunni en það hefur verið að undanförnu. Færri útlendingar urðu þá varir við skrílmennsku. Ég hefði líka viljað vita, hversu margir, sem reynt var við, tóku ekki þátt. Við fáum að vita, að fólk í Leifsstöð hafi í fyrravetur verið ánægt með næturlíf í Reykjavík. Það er lítið og lélegt innlegg í umræðuna um næturlíf borgarinnar í sumar.