Göngumenn granda flugvélum

Punktar

Eftir misheppnaða eldflaugaárás á farþegavél við Mombasa-flugvöll í Kenía, velta erlend dagblöð fyrir sér, hvort eldflaugar, sem gangandi menn skjóta af öxl sér, verði einkennisvopn hryðjuverkamanna gegn Vesturlöndum. Talið er, að þar hafi verið notuð SAM-7, sem mikið er til af á svarta markaðnum. Stinger-flaugarnar eru hættulegri, mikið notaðar af stríðsherrum í Afganistan gegn flugher Sovétríkjanna á sínum tíma. 29 dæmi eru um, að axlarflaugar gangandi manna hafi grandað flugvélum í farþegaflugi. Farþegavélar vestrænna flugfélaga fara um allan heim og eru auðveld skotmörk, einkum í nágrenni flugvalla. Í gær skrifuðu um þetta David Ignatius í International Herald Tribune og Thom Shanker í New York Times. Skynsamlegt er fyrir Íslendinga að fljúga sem minnst á næstunni, einkum ekki til þriðja heimsins og alls ekki í vélum bandarískra eða ísraelskra flugfélaga