Gönguskarð eystra

Frá Unaósi á Fljótsdalshéraði um Gönguskarð til Njarðvíkur.

Þetta var aðalleiðin milli Fljótsdalshéraðs og Njarðvíkur og Borgarfjarðar áður en bílvegur var lagður um Vatnsskarð .

Förum frá Unaósi norðaustur og út með Selfljóti og síðan austur á brekkurnar. Svo til suðausturs fyrir vesturenda Smátindafjalls í 420 metra hæð í Gönguskarði. Áfram suðaustur um Göngudal meðfram Göngudalsá. Síðan austur og niður hlíðar Kerlingarfjalls til Njarðvíkur. Að lokum suður yfir dalinn að þjóðvegi 94.

9,2 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Tröllabotnar, Grjótdalsvarp.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort