Google er girnilegt

Punktar

John Naughton segir í Observer, að saga internetsins skiptist í FG og EG, fyrir og eftir Google. Allir noti Google til að leita á netinu. Öfugt við önnur netfyrirtæki hafi Google hagnazt frá upphafi, núna um 200 milljónir dollara á ári. Eigendur þess telja, að nú sé kominn tími til að hagnast meira á undrabarninu og ætla að bjóða út hlutafé fyrir 15 milljarða dollara. Höfundurinn óttast, að gróða- og einokunarfíkið Microsoft eignist Google, felli leitarvélina inn í stýrikerfi sitt og vafra, breyti henni í birtingarvél auglýsinga. Microsoft hefur raunar hingað til reynt að kaupa allt, sem ógnar veldi þess, eða frysta það úti að öðrum kosti í krafti einokunaraðstöðu sinnar.