Kerfisfræðingarnir Jón Guðnason og Trausti Kristjánsson hafa afrekað að láta leitarvél Google skilja íslenzkt tal. Nú geta menn talað við internetið í síma og spurt Google spurninga án þess að nota ensku. Þetta hjálpar okkur við að varðveita íslenzku í tæknilegri framtíð. Ekkert er sjálfgefið í þeim efnum. Á sínum tíma var unnið annað afrek, þegar íslenzkum bókstöfum var komið inn í rómanska stafasettið. Það tryggði stöðu íslenzks ritmáls og nú hefur annað eins verið gert í talmáli. Stóru fyrirtækin, sem leiða þróunina, hafa engan áhuga á íslenzku. Til þess þarf framtak gáfaðra einstaklinga.