Google ber af öðrum vefslóðum, leitarvél, sem svarar öllum spurningum þínum. Þú finnur þar nothæfar vefslóðir fólks og fyrirtækja, stofnana og félaga. Það er ekki bara leitarvél, einnig safn fimmtíu forrita. Svo sem kortasafnið Google Earth, fréttirnar News Google, myndasafnið YouTube, pósturinn GMail, útlitsforritið GoogleDocs, teikniforritið SketchUp. Margir nota Google til allra sinna netþarfa. Næstmerkasta vefslóðín er Vikipedia, sem helzt líkist alfræðiriti. Þótt villur komi þar fram, eru þær oftast lagaðar strax. Prófanir sýna, að Wikipedia er eins rétt og Britannica og margfalt stærri.