Gordon Ramsay froðufellir

Punktar

Kvartað er yfir ruddalegu orðbragði Gordon Ramsay í matreiðsluþáttum hans. Sagt er, að vont orðbragð skyni skroppins frægðarfólks breyti venjulegu fólki í rudda. Gordon Ramsay hefur þá sérstöðu meðal kokka að vera frægari fyrir ruddaskap en eldamennsku. Það hafa menn séð í sjónvarpinu. Ruddalegt tal hefur lengi fylgt enskri tungu, en hefur hingað til verið sjaldgæft hér. Kannski hefur Ramsay þau áhrif, að áhorfendur matreiðsluþátta verði ekki lengur húsum hæfir. Kannski breytir hann okkur úr siðmenntuðu og grónu samfélagi í ruddalegan skríl. Það sagði Max Hastings í Guardian í gær.