Gott dæmi um bata Íslands

Punktar

Nýtt skuldabréfaútboð ríkisins á erlendum markaði er gott dæmi um batann í hagkerfinu. Að vísu áhættusamt, því að skammt er liðið frá “við borgum ekki” yfirlýsingu þjóðarinnar. Vaxtakjörin eru hins vegar freistandi, um 5%, sem þykir hátt erlendis. Og skuldabréfin seljast, merki þess, að Ísland muni verða tekið í sátt, þrátt fyrir óleysta rifrildið um IceSave. Yfirlýsingar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um, að landið sé á uppleið, stuðla að friði um endurkomu Íslands á gjaldeyrismarkaði heimsins. Sitjum þó enn á tímasprengju IceSave og krónubréfa, sem erlendir aðilar vilja enn losna við sem fyrst.