Mér hlýnar um hjartarætur af lestri DV síðustu misseri. Frábært er, hvernig Reynir Traustason og félagar höndla mitt gamla blað. Núna er það orðið eina dagblaðið, sem lesandi er. Hin duga bara í veðurfréttir og sauðburð. Vonandi ber Árvakur það út sem oftast til mín, oftar en einu sinni í viku. DV birtir hvert skúbbið á fætur öðru, skúbb sem meginmáli skipta, sem fletta ofan af svindli. Þar á ofan losnaði blaðið undan eignarhaldi, sem orkaði tvímælis. Það er núna komið í eigu Reynis og fólks, sem er hreint af aurnum, er Davíð og útrásarvíkingarnir ötuðu þjóðina. Gott er að geta treyst einhverjum.