Sorglegasta skoðanakönnun um langt skeið er sú, sem sýnir, að 70% Íslendinga eru andvígir framsali valds til fjölþjóðastofnana. Afsalið er þó það bezta, sem komið hefur fyrir þjóðina um áratugi. Aðild að evrópskri fríverzlun fól í sér valdaafsal, sem gerði þjóðina ríka. Framhald þess er í Evrópska efnahagssvæðinu. Það sendir hingað straum af lögum og reglum, sem við gerum smám saman að okkar eigin. Í gerræðisríkjum á borð við Ísland og Úkraínu er það brýnt. Íslenzkir pólitíkusar taka sitt heimagerða gerræði og ofbeldi fram yfir innflutt lýðræði. Því meira framsal fullveldis, því betra Ísland.