Flokkurinn kastaði út sumum steinbarna sinna að kröfu ungliða, þjóðkirkju og að nokkru leyti landbúnaði, en verndaði stóriðju og kvótagreifa. Fær í staðinn með humrinum hvítvín í Krónunni á sunnudögum. Það eru góð skipti, ef humar er stór og hvítvín er án frostlagar. Silfurskeiðungar skipa nú alla stjórn Flokksins og er það vel. Önnur kynslóð auðs er líklegri en sú fyrsta til að skilja þörfina á velferð og bremsum á græðgi. Svo að miðstéttin verði ekki að öreigum og öreigar geri ekki byltingu. Við höfum því miður verið hratt á leið þangað að kröfu Hins gamla á Mogganum. Sem varaði Flokkinn við tillögum ungliða úr smiðju pírata.