Gott og ljótt

Punktar

Fiskurinn var góður, ferskur og hæfilega lítið eldaður, jafnt pönnusteikt stórlúða sem hvítlauksristaður hlýri. Estragon-krydd hæfði stórlúðunni vel, sem og hvítlaukur hlýranum. Pönnusteiktur saltfiskur var vel útvatnaður og milt eldaður, borinn fram með lauk- og ólífublönduðu tómatmauki, sem yfirgnæfði ekki á þessum stað. … Hér var borin virðing fyrir hráefni. Í eldamennskunni var því leyft að njóta sín, öfugt við það, sem því miður tíðkast víða á snobbuðum stöðum, þar sem hráefni er eyðilagt með matreiðslubókastælum, sérstaklega þar sem hinn nýi og oftast dapri blandstíll að hætti uppa hefur haldið innreið sína. …