Gott og vont í borginni

Punktar

Nýi borgarstjórinn ætlar að bjarga Kolaportinu. Það er gott, sá gamli var sofandi í því máli lífs í borg. Sá nýi vill líka Sundabraut strax. Það er líka gott, gamli meirihlutinn var þar ekki nógu harður. Ekki er þó allt eintóm sæla við skiptin. Aftur er gengin stefna Reykjavíkurlistans gegn mislægum mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Aftur verður reynt að þæfast gegn sjálfsögðu mannvirki, sem bætir umferð og minnkar mengun. Nýi meirihlutinn mun komast að því eftir hálft þriðja ár, þegar umferðin hefur þyngzt. Hann mun tapa næstu borgarstjórnarkosningum á þessu eina máli.