Gott skúbb Guardian

Punktar

Það var ekki íslenzkur fjölmiðill, sem skúbbaði fréttinni af heimskuhjali Ban Ki-Moon á fundi utanríkismálanefndar alþingis. Guardian birti fréttina fyrstur fjölmiðla og sagði frá áminningu Birgittu Jónsdóttur. Sameinuðu þjóðirnar eru kontórista-stofnun, sem hefur ímugust á flautublásurum á borð við Edward Snowden. Frægt er hneykslið, þegar framkvæmdastjórn Sameinuðu þjóðanna ofsótti flautublásarann James Wasserstrom, sem sagði frá spillingu sendisveitar Sameinuðu þjóðanna í Kosovo. Ætla mætti, að þær hremmingar yrðu Ban Ki-Moon áminning. Bjánalegt er að bjóða bjána. Gott skúbb hjá Guardian.