GPS-nefndin

Punktar

Nefnd óhæfra embættismanna í ráðuneytinu og tveggja óhæfra þingmanna stjórnarflokkanna hafa smíðað greinargerð um að setja GPS-staðsetningartæki í hvern bíl í landinu og fylgjast með ferðum hans um borg og bý, til dæmis á hótel Venus. Yfirlýstur tilgangur er að búa til grunn fyrir skatti eftir akstri, svo að tegund orkugjafa valdi ekki misræmi. Auðvitað þarf slíkt misræmi að vera, svo að hægt sé að ýta á eftir þróuninni frá benzíni og olíu yfir í vetni og aðra orkugjafa framtíðarinnar. Mál þetta vekur svo spurningu um, hvort samgönguráðuneytið hafi ekkert þarfara að gera.