Græðgi er eitruð

Punktar

Fjölmennur minnihluti Íslendinga býr við fátækt, þar af 11.000 börn. Erfitt er að meta hlutdeild fátæklinga, gæti verið um 10%. Það er vont og það versnar. Fátækir gæta ekki hagsmuna sinna, kjósa bófaflokkana, sem haldið er uppi af hinum, sem hafa það gott. Miklum efnum fylgir mikil græðgi og meira skeytingarleysi um þá, sem ekki njóta. Mikið vill meira, svo einfalt er það. Þess vegna hafa Sjálfstæðis og Framsókn getað níðst á fátækum til að auka enn frekar ríkidæmi hinna freku. Hér þarf byltingu, byltingu hugarfarsins. Við verðum að hætta að velja bófa til að stjórna landinu. Hætta að kjósa hvað eftir annað þá, sem hraðlygnastir eru.

Ræða forsetans