Flekahlaup óeðlis urðu í samfélaginu við tilkomu spakmælisins „Græðgi er góð“. Óvandað fólk um allt land fann þar allt einu skjól og eðlilega skýringu á óeðli sínu. Þetta gildir um ríka og fátæka. Þannig misnota sumir bændur au pair til að binda erlenda unglinga í þrælavinnu. Þannig treður útgerð í hvalaskoðun tvöfalt leyfilegum fjölda farþega í gúmbát. Þannig grófu þrír ráðherrar undan fjárhag samfélagsins með stofnun skattaskjólsreikninga á aflandseyjum. Menn höggva tré í annarra manna görðum, rífa í offorsi vernduð hús, leigja hóruhúsum íbúðir í fjölbýli. Vitna svo bara full hroka í spakmæli Hannesar Hólmsteins.