Verstu mistök síðustu ríkisstjórnar voru að siðvæða ekki banka og nefndir, sem áttu að fylgjast með þeim. Í stjórn Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins var valið fólk af sama toga og bankafólkið, sem olli hruninu. Þar fóru meira að segja inn fallistar úr hruninu. Afleiðingin er, að allt situr við það sama, stjórnlaus græðgi við völd. Starfsfólk fær kaupauka fyrir að hafa fé af fólki. Erlendum kröfuhöfum er kennt um ruglið, en Bankasýslan gat hindrað það. Bankarnir eru að verða sama krabbamein og þeir voru fyrir hrun. Þar eiga ekki að vera græðgisfíklar, heldur landsins virtustu siðspekingar.