Sjö þáverandi þingmenn Flokksins voru í fremstu röð vildarvina bankanna. Skófu bankana að vild án veða fyrir lánum. Sólveig Pétursdóttir ráðherra skuldaði 3,6 milljarða í júlí 2007. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skuldaði 1,7 milljarða í september 2008, þegar hrunið varð. Herdís Þórðardóttir skuldaði einn milljarð i apríl 2006. Ármann Kr. Ólafsson skuldaði 248 milljónir í ágúst 2007 og núverandi formaður, Bjarni Benediktsson skuldaði 174 milljónir í janúar 2008. Síðan koma Ásta Möller með 141 milljónir og Ólöf Nordal með 113 milljónir. Sumt þetta ofurgræðgisfólk er enn á þingi.