Græðgisvæðing veitingahúsa

Veitingar

Græðgisvæðing áratugarins á Vesturlöndum hafði slæm áhrif á veitingahús. Einkum þau, sem vildu höfða til fólks með peninga. Frægust í heimi urðu hús á borð við El Bulli sunnan við Barcelona og Fat Duck í nágrenni London. Haft var í hávegum að gera efnafræði-tilraunir. Til dæmis breyta vökva í fast efni. Ediki ver breytt í sogrör. Allt var stílað upp á útlitið. Til dæmis litasamsetningar. Sardínur voru settar í ísinn. Eðli hráefna og eðlisbragð var kastað á glæ. Ruglið kom til Íslands, spillti sumum af landsins beztu kokkum. Því miður linnir ekki veitingarugli, þótt græðgisvæðingu hafi linnt.