Græðgisvæðingin

Punktar

Þegar menn býsnast yfir græðgi og siðleysi yfirmanna Kaupþings-Búnaðarbanka, sem ætluðu að ná sér í hundruð milljóna króna með kauparétti, vilja gleymast önnur málsatriði, sem ekki skipta minna máli. Í fyrsta lagi segir sagan okkur, að við þessu mátti búast. Ráðamenn Kaupþings fluttu á sínum tíma mistök sín yfir á lífeyrissjóðinn Einingu og rústuðu hann, meðal annars af því að tekjur þeirra sjálfra voru árangurstengdar Kaupþingi en ekki Einingu. …