Evrópusambandið er að undirbúa grænan skatt á flug. Íslenzkir fjölmiðlar segja hann vera til stuðnings járnbrautarlestum. Það er rugl, þetta er bara grænn skattur til að draga úr mengun af völdum flugs. Menn gamna sér við, að skatturinn muni nema 10.000 krónum á farseðil í flugi innan álfunnar og 20.000 krónum í milliálfuflugi, 100.000 krónum í einkaflugi. Skatturinn mun leggjast á íslenzkt flug til landa Evrópusambandsins. Þetta er góð hugmynd, flug er orðið of ódýrt og spillir andrúmsloftinu of mikið. Með skattinum er reiknað með, að fólk hugsi sig um tvisvar fyrir helgarferðina til Prag.