Flug er orðið of ódýrt. Við fljúgum án tilefnis. Til að eyða hálfum öðrum sólarhring í Prag. Sumir fara í erindisleysu mánaðarlega til útlanda. Aðrir reka erindi, þótt léttara sé að nota myndfundasíma. Til dæmis hjá ríkinu. Við getum ekki lengi hagað okkur svona. Allt þetta flug framleiðir mikinn koltvísýring og flýtir fyrir ragnarökum. Betra er að hægja á þessu með því að leggja grænan skatt á flug. Til dæmis tíuþúsundkall á miðann innan álfu, tuttuguþúsund krónur í milliálfuflugi, hundraðþúsund á hvert einkaflug. Bezt væri að gera þetta sameiginlega, til dæmis á vegum Evrópusambandsins.