Frá Miðgrund í Blönduhlíð um Kattárdal og Grænuvötn og Grjótárdal að Reykjum í Hjaltadal.
Leiðin er ekki fær hestum. Hún er einn af allra hæstu fjallvegum landsins, 1240 metrar.
Förum frá Miðgrund austur að bænum Djúpadal og þaðan austur í Djúpadal. Þar sem dalurinn klofnar, förum við austur Kattárdal og síðan austur um nyrðri dalbotninn að Grænuvötnum. Við förum austur fyrir vötnin og síðan austur á fjallið í 1240 metra hæð. Þaðan förum við beint norður og niður í Glerárdal og norður eftir dalnum að Reykjum í Hjaltadal.
27,1 km
Skagafjörður
Ekki fyrir hesta
Mjög bratt
Nálægar leiðir: Kattárdalur, Kotagil, Ranghali, Suðurárdalur, Ullarvötn, Vindárdalur
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins