Hringleið frá Haga í Skorradal um Grafardal.
Hagi hét áður Svangi. Þar bjó á 20. öld Þórður Runólfsson í Haga, sem varð þjóðsagnapersóna af sjónvarpsviðtölum Ómars Ragnarssonar.
Förum frá Haga austsuðaustur með Skorradalsvatni inn að botni vatnsins við eyðibýlið Vatnshorn. Þaðan suðvestur á Sjónarhól í 400 metra hæð. Beygjum vestnorðvestur Grafardal að Þjófadal fyrir austan bæinn Dragháls. Förum norðnorðaustur um Kjóasund og austan til í hlíðum Þjófadals niður til Haga.
21,2 km
Borgarfjörður-Mýrar
Nálægar leiðir: Sjónarhóll, Síldarmannagötur, Mávahlíðarheiði, Teigfell, Kúpa, Skorradalur, Grímsárbugar.
Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH