Ísólfur Gylfi Pálmason má leyfa rugludöllum að grafa fimm sinnum tveggja metra holu inni á Hrunamannaafrétt. Hann áskilur, að þeir loki holunni aftur sómasamlega. Lakara finnst mér, að hann lætur Fréttablaðið hafa eftir sér, að ónefndir sveitungar okkar séu einnig truflaðir. Þeir hafi lesið “í eldgömlum fræðum” ónefndum, að kaleikurinn Gral sé falinn þar. Og fleiri ímyndaðir munir musterisriddara. Í leynihvelfingu. Vesalings Leonardo da Vinci er gerður ábyrgur fyrir þessu rugli. Og ýmsu öðru, sem trúgjörnum var boðið í fyrra. Allt er það af grein svonefndra píramíðafræða Rutherfords.