Grafskrift birt

Punktar

Staksteinar Morgunblaðsins eru dagleg rödd ríkiseigenda. Þar er í gær sagt beint, að ekki sé lengur fylgi í landinu við stóriðjustefnuna. “Stuðningur við náttúruvernd og verðveizlu hálendisins og annarra óbyggða í óbreyttri mynd er orðinn svo mikill, að það er óhjákvæmilegt fyrir alla stjórnmálaflokka að fylgja í kjölfar þessa unga fólks. Þetta er niðurstaðan af baráttu margra hópa náttúruverndarsinna,” segir Styrmir. Þar sem formannsefni Framsóknar finnur alls ekki stóriðjustefnuna, má reikna með, að hún sé týnd. Og grafskriftin er þegar komin í Staksteinum.