Grágæsadalur

Frá Möðrudal að Einarsskála í Grágæsadal.

Grágæsadalur er þröngur og gróinn dalur í 640 metra hæð austan undir Fagradalsfjalli. Heiðagæsir eigna sér dalinn. Áður fyrr var Kreppa stundum riðin suðvestan vatnsins, enda er skammt vestur í Hvannalindir, fimm kílómetra loftlína milli skálanna, en ekki verður neinum ráðið að gera slíkt. Víða er fallega gróið á leiðinni um Álftadal og Fagradal. Vestan Arnardals er fjallaskáli í Dyngju. Þar er talið, að Þorsteinn jökull frá Brú hafi búið í þrjú ár, þegar Svartidauði geisaði. Þar hafa fundizt bein og mannvistarleifar. Frá Þorsteini eru komnar stórar ættir.

Byrjum á þjóðvegi 901 um Möðrudal á Fjöllum um fjóra kílómetra suður af veginum, skammt vestan við Möðrudalsfjallgarð í 480 metra hæð. Þaðan er jeppaslóð, sem við förum suður um Kjólstaðahóla og Grjót, alltaf vestan fjallgarðsins, Slórfells og Bæjaraxlar. Förum austan við Eggertshnjúk suður í Arnardal austan undir Dyngjuhálsi og vestan undir Öskjufjallgarði. Nokkru sunnar er þverleið vestur að Kreppu. Við höldum áfram suður á hálendið vestan við Álftadal og komumst þar í 700 metra hæð. Förum síðan milli Fagradals að vestanverðu og Hatts að austanverðu og nálgumst senn Hálslón að vestanverðu. Þar liggur leið austur að stíflunni. Við höldum áfram suður og beygjum síðan til vesturs og förum bratt niður að Einarsskála.

71,2 km
Austfirðir

Skálar:
Dyngja: N65 09.236 W15 57.400.
Laugarvellir: N65 00.326 W15 58.900.
Einarsskáli: N64 52.473 W16 11.640.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Brattifjallgarður, Gestreiður, Miðgötumúli, Upptyppingar, Hvannstólsfjöll, Meljaðrafjall, Brúarjökull, Vatnajökulsvegur, Byttuskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort