Bandarískur yfirmaður Atlantshafsbandalagsins í Afganistan grátbiður ríki bandalagsins um að senda sér fleiri og betri vopn og menn til að stríða við talíbana. Þeir hafa fært sig upp á skaftið og hrella bandalagið, er hefur tekið við af önnum köfnum Bandaríkjunum, sem stynja undir hermámi Íraks. Talíbanar urðu frægir fyrir nokkrum árum fyrir að afnema ræktun eiturlyfja í landinu. Sú ræktun er aftur orðin meiri en fyrr, undir stjórn villtra herstjóra og bandalagsins. Því má spyrja, hvað hálfdautt bandalag úr Evrópu sé að gera þarna austur frá. Hefur það ruglast í landafræðinni?