Grátið yfir gráðugum

Punktar

Áróðurinn þyngist fyrir aðstoð við fólk, sem tók lán til að borga stofnfé í sparisjóðum. Gengur svo langt, að grátið er yfir fólki, sem notaði reiðufé til að borga stofnfé. Dómarinn sagði, að allt þetta fólk hefði verið beitt blekkingum. Hefur kerfið reynt að krækja í sökudólgana? Nei, aldeilis ekki, ríkissaksóknari hætti við rannsókn á Spron. Það eru þá allar blekkingarnar. Stofnfjármálið minnir á Nígeríusvindl og aðrar aðferðir snákaolíu-sölumanna við að selja norðurljósin. Íslendingar eru ótrúlega flatir fyrir hugmyndum um, að þeir geti orðið millar út á alls ekki neitt. Ótrúlegt siðleysi fólks.