Ef þjófar kaupa og selja þýfi sín í millum, er það áfram þýfi og þeir eru áfram þjófar. Þannig er með kvótann og kvótagreifana. Þjóðin á auðlindina, sem þeir þykjast hafa keypt hver af öðrum eða af sjálfum sér. Til dæmis með kennitöluskiptum og með hjálp bankanna. Þjóðin á auðlindina, sem þeir hafa veðsett upp í topp með hjálp bankanna. Glæpurinn rýrnar ekki, þótt nýjar kennitölur séu komnar í stað gamalla. Lög segja, að þjóðin eigi auðlindina. Breytist ekki, þótt tugir manna gerist stórþjófar í kvótafyrirtækjum og bönkum með veðsetningu á eigum annarra. Grátkór þjófanna er réttlaus.