Gráu fíflin eru verst

Punktar

Wolfowitz hefði áfram getað verið forstjóri Alþjóðabankans sem heimskur arkitekt bandarískrar innrásar í Írak í þágu Ísraels. Hefði áfram getað predikað siðsemi í meðferð lánsfjár bankans. En grái fiðringurinn varð að falli eyrnastórum karli í götugum sokkum með hráka í greiðu. Cristina Odone fjallaði um þann gráa í Observer í gær. Hún minnir á örlög nokkurra miðaldra fífla, Júlíusar Caesar vegna Kleópötru, Oscar Wilde vegna Bosie, Conrad Black vegna Barböru Amiel. Wolfowitz missti stjórn á sér vegna Shaha Riza. Hennar vegna framdi hann það, sem hann sjálfur fordæmdi, spillingu.