Greiðið út í krónum

Punktar

Kröfuhafarnir, sem eiga bankanna, eiga að geta fengið sig leysta út í krónum eins og innlendu kröfuhafarnir 2008. Ef greitt væri út í gjaldeyri, fengju vogunarsjóðirnir betri meðferð en innlendu kröfuhafarnir. Mismunun gengur auðvitað ekki í þessu frekar en öðru. Sama gildir um þá, sem fá greitt út úr IceSave. Fái þeir greitt í gjaldeyri, er verið að setja þá skör hærra en innlenda sparifjáreigendur. Því er stjórnvöldum skylt að sjá um, að allar bætur vegna hrunsins verði greiddar í sömu matador-mynt og hér er notuð. Því þarf nú þegar að stöðva greiðslur í gjaldeyri úr þrotabúum gömlu bankanna.