Greiðslufall

Punktar

Heilbrigðisráðherra telur sér heimilt greiðslufall kosningaloforða. Gildir þá einu, hvort loforðin eru munnleg eða skrifleg. Svikin við öryrkja eru stærsta, en ekki eina dæmið um, að ráðherrann telur lofsvert að efna slík loforð að hluta á umsömdum tíma og lýsa yfir vilja sínum til að ljúka dæminu síðar. Ekki er nýtt, að ráðherrar telji sér heimilt að svíkja tímasetningar í gefnum loforðum. Frægasta dæmið um slíkt var í einni þjóðarsáttinni milli aðila vinnumarkaðarins, þegar ríkisstjórnin lofaði skriflega að efna það, sem hún hafði lofað skriflega í fyrri þjóðarsátt þessara sömu aðila. …