Greiðslur fyrir fréttaskot

Fjölmiðlun

Áratugina, sem ég var ritstjóri DV, tók blaðið aldrei við greiðslum fyrir birtingu efnis. Auglýsingar voru sér og ritstjórnarefni var sér og aldrei hittust þessi atriði. Lengst af greiddi blaðið hins vegar lága upphæð fyrir fréttaskot, sennilega um 5.000 krónur á núverandi verðlagi. Fréttaskotin voru auglýst daglega á baksíðunni. Þau höfðu sérstakan síma og sérstaka vakt bak við símann. Blaðið greiddi ekki fyrir viðtöl, þótt Egill Helgason og Páll Ásgeir Ásgeirsson segi það. Enda nefna þeir ekki dæmi. Greiðslurnar voru bara fyrir fréttaskot, sem blaðamenn tóku síðan og fengu staðfest eða ekki.